Skuldbinding.
Commitment.
Ég hef komist að því að þetta er orðið sem virðist brenna á allra vörum.....
Á hvaða stað erum við? Hvað erum við? Hvert erum við að stefna?
Bara eitt svar við þúsund spurningum: kærasti.....
Það er eins og um leið og nafnið kærasti er komið á hina manneskjuna þá er maður -seif-.
Ég er mikið búin að vera að pæla í þessu hugtaki -skuldbinding-.
Ég er að verða 23 ára og ég hef gersamlega hélt að ég hefði engvar skuldbindingar. Ég á ekkert sérstaklega auðvelt með að skuldbinda mig; ég þori ekki að kaupa íbúð því mér finnst það svo stór skuldbinding og endanlegt; ég get ekki gert starfsamninga því ég helst svo illa í vinna því að ég er með athyglisbrest og leiðist mjög fljótt; ég á ekki kredikort því ég höndla ekki að SKULDA einhverjum eitthvað; ég hætti reglulega með strákunum sem ég fer í samband með en dunda mér svo við að jó-jóast með þá fram og tilbaka....
svona er líf mitt...
ég vil ekki plana kaffihúsaferð með stelpunum því að plönin MÍN gætu breyst.... ég er gersamlega egocentrísk og veröldin mín snýst um mig þegar mér hentar....
ég fór að spá aðeins í þetta.... ég skuldbatt mig í Animu...það tel ég mig einu stóru skuldbindingu í heilt ár! ég gæti losað íbúðina á morgun, væri meira að segja með leigjanda fyrir restina af samningum, ég gæti sagt upp símareikningum mínum því ég skulda þeim ekkert...svo er það alltaf LÍN...enda tók það mig langan tíma og mörg ár að kyngja því súra epli...
tæknilega gæti ég (ef ekki fyrir Animu) farið á morgun.
ég er ekki bundin neinum eða neinu.
Í samfélaginu okkar í dag er fólk skuldbindingarsjúkt...við setjum allt á Visa-rað, tökum lán 40 ár fram í framtíðina og tengjumst internetinu með árssamning... útum allt er fólk með skuldbindingar við hin og þessi stóru fyrirtæki...
fólk er skuldbindingarsjúkt.....NEMA þegar kemur að ástinni....
Ég hef, á einu ári, fengið að heyra -ég er ekki tilbúinn til að skuldbinda mig- frá tveimur strákum sem ég var að hitta og svo frá flest öllum strákum sem vinkonur mínar hafa verið að hitta....
Kynnumst strák...förum út að borða...í bíó...kúrum...hann hangir allann daginn eftir...hann sendir okkur sæt sms...hann hringir...við kúrum aftur....hann kynnir okkur fyrir vinum sínum... hann segir við séum frábærar og honum hafi aldrei liðið svona vel með stelpu.... fólk fer að kommenta á hjónasvip..... þú ferð að verða aðeins meira en skotin...
BÚMM
-ÉG ER EKKI TILBÚINN SKULDBINDA MIG-
BAMM
eftir sitjum við frekar fúlar með sting í hjartanu og skiljum ekki neitt í neinu....
en ég sem var svo frábær og góð og falleg og þér líður svo vel með þér og og og og....
og við skiljum ekki neitt í neinu..
EN hann vill samt hitta okkar...ekki misskilja, en þetta er bara EKKI að fara að leiða neitt... ne alltaf gaman að hafa gaman :)
með aulalegt bros kaupum við þetta...og höldum áfram að hitta þá með sviðann í hjartinu en brosum í gegnum tárin og, ég meina , það er betra að vera að hitta einhvern heldur en að vera EIN....
auðvitað vonum við innst inni að hann sjái villu síns vegar og falli fyrir okkur, alveg eins og í myndunum....
þannig að við löllumst áfram í hittingi..með strák sem finnst við æði en ekki nógu mikið æði til að vera kærastan þeirra.....
Hvað er að þessari mynd?
Auðvitað ef við svo slítum þessu og hættum þessum hittingi, þá fara þeir að hitta aðra stelpu og eflaust segja henni sömu söguna....
ég hef alltaf sagt við stelpurnar mínar sem þetta fá að heyra að þær séu ekki bara réttar fyrir hann. Ég hef alltaf trúað því að þegar maður hittir -the one- þá bara finni maður það, þó svo maður sé commitment fóbik strákur.... Maður bara finnur hversu gott og rétt þetta er og myndi aldrei í heiminum leyfa þessari manneskju að sleppa frá sér...
Ég eltist við strákinn sem ég hélt að væri -the one- í mörg ár.... ég var búin að gráta og brosa í gegnum tárin í eitt og hálft ár þegar ég loksins steig niður fætinum og sagði hingað og ekki lengra; ég vil vera kærastan þín eða þetta stoppar hér!
Kannski var þetta bara kvikmynd en ég fékk fallegasta tölvupóst í heimi og fór að hágráta inn á skrifstofunni sem ég vann á við það að lesa hann..... ég fékk á endanum -ég elska þig-, ég fékk hring, ég fékk íbúð og ég fékk framtíð...maturinn var eldaður kl.19 og kominn á borðið alla daga, svo var horft á fréttir og king of queens...
ég hélt að ég vildi vera -the one- í raunveruleikanum en ég var bara hrifnari af hugmyndinni á bakvið hugtakið...
en hvað gerist þegar stelpan sem þráði að gera hann að kærastanum sínum vill kannski bara titilinn en ekki framtíðina?
Ég fór að spá í þessu um daginn.
Hvað er kærasti og hvað er skuldbinding?
Þegar hann segist ekki vilja skuldbinda sig, hvað þýðir það þá?
Vill hann sofa hjá fleiri stelpum, vill hann ekki að ég flytji inn, er hann ekki nógu hrifinn, vill hann
bara djamma með strákunum.....?
Heill hafsjór af spurningum opnast fyrir okkar...hvað þýðir að vilja ekki skuldbinda sig en samt vilja hitta mann?
Segjum að þetta sé ekki svona hádramatískt og þú eignast kærasta.
hvað svo?
það er engin gurantee að þið verðið alltaf saman og gerið allt saman... afhverju róar það taugarnar svona að fá þennan kærasta stimpil þvert yfir ennið á stráknum?
Hvað er þá að hittast? Má ekki bara vera að hitta hann og hafa gaman og sjá hvernig hlutirnir þróast...þarf alltaf að hafa samræðurnar um skuldbindingu og formlega nafngift hjá hvor öðru?
Ég á erfitt með skuldbindingar. Ég vil geta ráðið og planað tímann minn eftir mínu höfði...
Þó er ekki þar með sagt að ef ég fyndi réttan strák þá myndi ég ekki vilja vera kærastan hans, síður en svo. Ég bara skil ekki alveg hvað felst í því.
Þarf ég að fara að biðja um leyfi fyrir hlutum, plana tímann minn eftir hans?
(ég geri mér grein fyrir hinum gullna meðalvegi)
Þetta er að hrærigrautast hjá mér....en afhverju er bara ekki bara svar? Afhverju má fólk ekki bara að vera að deita og hittast, afhverju þarf það að vera kærasti manns?
Í hittingi haldast hlutir frekar spennandi og skemmtilegir en á meðan kærasta stimpilinn gerir sambandið oft stífara og mundane..hver nennir því á tvítugsaldri??
Mér finnst við oft svo mikið að drífa okkur að fullorðnast stelpur að við gleymum að vera pínu kærulausar og hafa bara gaman...
njóta þess að vera til....leyfa hlutunum að þróast...sjá til hvernig fer....
Ekki ana út í það að reyna að skilgreina allar tilfinningar, handahreyfingar og orð...
bara heyra það sem hann er að segja, leyfa tilfinningum að þróast.....
go with the flow.....
Mér finnst bara svo skrýtið hvað allir eru skilgreiningasjúkir.
Strákar vilja ekki skuldbinda sig en vilja samt vera að deita.
Stelpur vilja skuldbinda sig með kærasta en samt vera að deita hann.
Ég á ekki kærasta. Ég er að deita. Ég veit ekki hvernig það fer og ég er ekki farin að plana líf mitt eftir klukkunni hans.
Ég ætla að taka þetta eitt deit í einu og svo kannski sjáum við til hvað gerist....
en kannski innst inni.....vil ég kærasta og hann óttast skuldbindingar...
ég verð þá bara að komast að því þegar þar að kemur....
þá er ég bara ekki stelpan fyrir hann og hann ekki strákurinn fyrir mig.
hættum að byrja með Visa og byrjum með fólki....
deitum og notum fornöfn fyrir fólk en ekki nafnorð...
prófum að kyssast án þess að hugsa hvað hinn sé að hugsa...
verum til...í dag......
siggadögg
-sem er góð að vera kærasta og elskar að vera ástfangin en óttast skuldbindingu-
fimmtudagur, nóvember 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
sammála elsku honníin mín;) lifa lífinu og njóta augnabliksins.. þannig á það það vera.. hlakka óendalega til þess að koma heim í spjall.. verður líklegast bárugötu eldhússtemning:) milli jóla og nýárs og jafnel annar eins eftir áramót... sé þig sæta stelpa
Snilldar pistill, þú ert alveg frábær penni. Ég sjálf trúi botnlaust á skuldbindinguna og stend á því fastara en fótunum að hún sé hinn eini sanni lykill að stöðugu og hamingjusömu (hjóna?)lífi. En á sama tíma óttast ég hana eins og heitan eldinn. Enda hefur verið mitt mottó í lífinu að forðast allt það sem gæti hugsanlega verið "the right thing to do". Og við sjáum öll til hvílíkra hæða og metorða það hefur lyft mér ;) Annars trúi ég á kreditkort og byrjaði með MasterCard en fór að halda framhjá með Visa. Ástin er dásamleg, ljúfan múhahaha
Aldís mín takk fyrir þetta! Að fá penna hrós frá þér er mér mikils virði þar sem ég er enn að rifja upp sögurnar sem þú samdir þegar við vorum litlar... góður penni í henni ásgeirsdóttur..hmmm
Katla mín, hlakka til að sjá þig um jólin sæta!
ég veit samt ekki almennilega hvar ég stend í þessari umræðu allri. Ég veit ekki hvað ég vill. Ég veit að í mínum huga er skuldbinding að vera bara að hitta hvert annað og vilja bara vera hitta hvert annað.... en vil ég vera að þróast? byggja upp framtíð með einhverjum? vil ég vera bara hitta einn strák og loka á alla hina??
ég hreinlega veit það ekki....
ég veit samt hvernig hægt væri að leysa þetta mál...en tími verður að leiða það í ljós...bara svo erfitt að vera róleg á því...
hmmm...
en já.... bittersweet it is indeed!
Þér vantar kærasta...
;)
bkv. Andri Ólafsson
Skrifa ummæli